Stjórn deildar verslunar- og skrifstofufólks innan Framsýnar- stéttarfélags kom saman til jólafundar í dag. Á fundinum var m.a. hafinn undirbúningur aðalfundar deildarinnar en stefnt er að því að hann verði haldinn í kringum 20. febrúar. Stjórnin mun koma aftur saman snemma á nýju ári til að kára undirbúninginn, m.a. að leggja drög að skýrslu stjórnar og gera tillögu að nýrri stjórn deildarinnar.
Meðal annarra mála sem rædd voru á fundinum voru Starfsmenntasjóður verslunar- og skrifstofufólks og farið yfir stefnumótun Landssambands íslenskra verslunarmanna sem deildin er aðili að.
Stjórnarmenn voru almennt ánægðir með störf félagsins á árinu og lýstu flestir þeirra áhuga á því að bjóða sig fram til áframhaldandi setu í stjórn deildarinnar á næsta aðalfundi.
Alltaf líf og fjör í Kaskó.