Sjómenn í Færeyjum fagna í kvöld 100 ára afmæli samtaka sjómanna í Færeyjum. Í tilefni af því stendur yfir mikil hátíð í eyjunum sem hófst í kvöld með hátíðarkvöldverði ásamt ræðuhöldum. Væntanlega verður svo dansað fram eftir nóttu enda Færeyingar miklir gleðimenn. Okkar maður er á svæðinu en formaður Framsýnar, Aðalsteinn Á. Baldursson er sérstakur gestur á hátíðinni. Ekki er ólíklegt að kallinn haldi afmælisræðu þegar líður á kvöldið. Nánar verður sagt frá afmælinu eftir helgina.