Nokkuð er um að fólk hafi haft samband við Skrifstofu stéttarfélaganna vegna hækkunar verðlags undanfarið. Til dæmis kom einstaklingur með kvittun úr verslun á félagssvæði stéttarfélaganna þar sem fram kemur að Egils maltöl 0,5 lítra dós hefur hækkað um 14,39% á 8 dögum. Dósin kostaði kr. 139 krónur þann 16. nóvember en var komin í 159 krónur þann 23. nóvember sem gerir 14,39% hækkun. Stéttarfélögin hvetja fólk til að fylgjast vel með verðlagsbreytingum, ekki síst þar sem framundan er kostnaðarsamur mánuður fyrir fjölskyldufólk enda jólahátíðin í nánd.Rétt er að hvetja fólk til að fylgjast með verðhækkunum í verslunum. Skrifstofa stéttarfélaganna hefur fengið ábendingar um að verðlag hafi hækkað þó nokkuð síðustu vikurnar. Rétt er að taka fram að skrifstofan hefur ekki skoðað það sérstaklega, heldur fengið ábendingar þess efnis.