Fyrsta tímabili línuívilnunar þessa fiskveiðiárs er lokið. Afli til ívilnunar í þorski og ýsu hefur ekki verið meiri á landsvísu þau níu fiskveiðiár sem línuívilnun hefur verið við lýði. Alls komu 807 tonn til ívilnunar í þorski og litlu minna af ýsa 792 tonn. Haustið hefur því gefið vel á línuna. Alls fengu 172 línubátar ívilnun á tímabilinu og var aflanum landað í alls 48 höfnum. Þrátt fyrir góð aflabrögð nýttist viðmiðun tímabilsins ekki að fullu og færist mismunurinn yfir á annað tímabil sem lýkur 29. febrúar 2012.