Það eru fjölmargir sem koma daglega við á Skrifstofu stéttarfélaganna til að leita upplýsinga eða til að fá sér smá kaffisopa. Í morgun komu þeir Torfi Aðalsteinsson sem situr í stjórn Framsýnar og Ragnar Þór Ingólfsson sem situr í stjórn VR í kaffi til formanns Framsýnar. Að sjálfsögðu voru málefni verkalýðshreyfingarinnar til umræðu.
Að eigin sögn voru þeir, Torfi, Ragnar Þór og Aðalsteinn að leysa öll heimsins vandamál í morgun.