Tendrað á jólaljósunum

Á morgun, föstudag verður tendrað á jólalsjósunum á jólatrénu á Húsavík. Dagskrá hefst við jólatréð sem komið hefur verið fyrir á torginu við Skrifstofu stéttarfélaganna klukkan 18:00.  Boðið verður upp á góða dagskrá auk þess sem Séra Sólveig Halla Kristjánsdóttir flytur hugvekju. Í dag voru starfsmenn Norðurþings og rafvirkjar að koma fyrir jólaljósum á tréð. Heimasíða stéttarfélaganna sá ástæðu til að heilsa upp á starfsmennina í dag sem voru að gera allt klárt fyrir morgundaginn.

Jólasveinarnir?  Þeir Jón Arnkels, Árni Kjartans og Víðir Lundi voru að gera allt klárt í dag svo hægt verði að tendra jólaljósin á morgun.

Deila á