Fulltrúar frá Framsýn voru í vinnustaðaheimsóknum í dag. Meðal annars komu þeir við í Laugafiski í Reykjadal þar sem Samherji hf. er með fiskþurrkun. Að venju var vel tekið á móti gestunum. Töluvert hefur verið að gera hjá Laugafiski eftir að Samherji eignaðist fyrirtækið sem var áður í eigu Brims hf. Meðfylgjandi eru nokkrar myndir sem teknar voru í dag.