Sameiginleg orlofsnefnd stéttarfélaganna fundaði í gær um orlofskosti sumarið 2012 fyrir félagsmenn. Nefndarmenn voru sammála um að leggja til við stjórnir félaganna að framboðið á orlofskostum á næsta ári verði með sambærilegum hætti og var í sumar.
Ekkert punktakerfi er hjá félögunum eins og þekkt er hjá mörgum öðrum stéttarfélögum. Það gerir félagsmönnum stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum kleift að sækja um orlofshús á hverju ári. Í flestum tilfellum hefur verið hægt að úthluta umsækjendum orlofshúsi á hverju ári, þó með nokkrum undantekningum. Þá hefur einnig verið unnið að því að halda leiguverðinu í lágmarki. Sumarið 2011 niðurgreiddu aðildarfélög Skrifstofu stéttarfélaganna leigu fyrir félagsmenn sem dvöldu í orlofshúsum á vegum félaganna um 6,3 milljónir.
Setið á fundi um orlofsmál. Fulltrúar Framsýnar, Þingiðnar og Starfsmannafélags Húsavíkur funduðu í gær um orlofsmál. Markmiðið er að bjóða félagsmönnum upp á sambærilega orlofskosti sumarið 2012 eins og var í sumar.