Þing Starfsgreinasambands Íslands fór fram fyrir helgina. Þinginu var ekki slitið þar sem samþykkt var að boða til framhaldsþings næsta vor. Tíminn verður notaður til að fara í ítarlega vinnu við að móta framtíðarskipulag Starfsgreinasambandsins en miklar deilur hafa verið innan sambandsins. Kjörinn var sjö manna starfshópur á þinginu til að vinna að málinu. Starfshópnum er ætlað að skila af sér í síðasta lagi í maí 2012. Við ákvörðun fulltrúa í starfshópinn var lögð áhersla á að velja formenn félaga sem endurspegla mismunandi sjónarmið og skoðanir um framtíð sambandsins. Meðal þeirra sem völdust í hópinn er Aðalsteinn Á. Baldursson formaður Framsýnar. Nokkrar góðar ályktanir voru samþykktar á fundinum sem hægt er að nálgast inn á heimasíðu sambandsins www.sgs.is. Þar eru einnig frekari fréttir af þinginu. Alls voru 5 fulltrúar frá Framsýn á þinginu.
Fulltrúar Framsýnar á fundinum, Aðalsteinn, Olga, Dómhildur, Agnes og Kristbjörg.
Um 130 fulltrúar frá 19 stéttarfélögum Starfsgreinasambandsins tóku þátt í þinginu. Framhaldsþing verður haldið fyrir næsta vor.