Formaður Framsýnar verður á ferðinni á austursvæðinu á morgun. Til stendur að koma við í Rifós, Silfurstjörnunni og Fjallalambi. Gefist tími til mun hann koma við á fleiri vinnustöðum. Félagsmenn sem þurfa að ná tali af formanninum fyrir austan er bent á að hafa samband við Skrifstofu stéttarfélaganna í dag eða á morgun.