Stefán Einar Stefánsson, formaður Landssambands íslenskra verslunarmanna, kom í heimsókn á skrifstofuna í vikunni á ferð sinni um landið. Stefán er jafnframt formaður VR sem er stærsta aðildarfélag LÍV. Átti formaðurinn gott spjall m.a. um starfsemi VIRK og kjaramál á víðum grunni auk þess sem nýafstaðinn vinnufundur um kjarasamninga bar á góma. Ánægjulegt er þegar formenn landssambanda gefa sér tíma til að heimsækja smærri aðildarfélögin úti á landsbyggðinni og vonandi að framhald verði á því.
Stefán Einar Stefánsson formaður LÍV ásamt Orra Frey nýráðnum skrifstofu- og fjármálastjóra stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum.
Fyrrverandi og núverandi stjórnarmenn LÍV. Ágúst Sigurður Óskarsson sat í stjórn LÍV á árum áður. Hann starfar nú hjá VIRK starfsendurhæfingarsjóði. Snæbjörn Sigurðarson fráfarandi skrifstofustjóri stéttarfélaganna situr í stjórn LÍV ásamt Stefáni Einari.