Í gær var réttað í Húsavíkurrétt í fallegu haustveðri og töldu fjáreigendur ástæðu til að flagga í heila enda mikil hátíðarstund á hverju hausti þegar húsvískir frístundabændur ganga á fjöll og smala fé sínu til byggða. Að sögn fjáreigenda gengu göngurnar nokkuð vel en töluverður snjór var upp við Höskuldsvatn og niður að Krubb sem gerði þeim erfitt fyrir. Þrátt fyrir að fáar kindur væru fyrir ofan snjólínuna reyndist nokkuð erfitt að koma þeim til byggða og töfðust göngurnar nokkuð vegna þessa. Frístundabændur voru nokkuð sammála um að dilkarnir væru nokkuð vænir miðað við hve vorið, og reyndar sumarið líka, hefði verið kalt. Þó væri innan um algjörir aumingjar en þeir væru að þessu ánægjunnar vegna og meðalvigtin skipti því ekki höfuðmáli. Frístundabændur á Húsavík eru á milli 20 til 30, og voru um 600 fjár dregið í dilka á Bakka í dag.
Hlífar var á staðnum.
Bergur bæjarstjóri og frístundabóndi var að sjálfsögðu á réttunum í gær.
Óðinn Sig er hér á sínum fyrstu réttum en hann byrjaði með fé í fyrra á Húsavík. Stefán Stefánsson hafnarvörður og formaður STH með nafna sinn á réttunum í gær.
Þó nokkuð var um falleg lömb á Húsavíkurrétt í gær.