Viðræður í gangi við fyrirtæki á svæðinu

Fulltrúar Framsýnar hafa síðustu daga fundað með forsvarsmönnum fyrirtækja í Norður-Þingeyjarsýslu um sérkjarasamninga fyrir starfsmenn viðkomandi fyrirtækja. Viðræðurnar hafa verið vinsamlegar og munu væntanlega klárast á næstu vikum. Þá fara fram viðræður í dag milli Framsýnar og Fjallalambs um kjör starfsmanna í sláturtíðinni í haust.

Orri Freyr starfsmaður Skrifstofu stéttarfélaganna og Hlífar Karlsson framkvæmdastjóri Rifós í Kelduherfi fara hér yfir málin og sérmál starfsmanna hjá fyrirtækinu.

Orri Freyr og Einar Magnús trúnaðarmaður starfsamanna í Silfurstjörnunni náðu vel saman enda báðir ungir og efnilegir menn.

Deila á