Framsýn- stéttarfélag hefur gert leigusamning við Verkalýðsfélag Akraness um afnot að íbúð félagsins á Akureyri í vetur fyrir félagsmenn Framsýnar. Íbúðin er í Furulundi 8E.
Helstu atriði: Íbúðin er 53 fm, 2 svefnherbergi, stofa, eldhús og baðherbergi með sturtu. Tvíbreitt rúm er í hvoru herbergi og hægt er að fá gestarúm og barnarúm. Sængur og koddar eru fyrir 6 manns. Gasgrill er á svölum. Í íbúðinni er þvottavél. Helgarleiga (frá kl. 16. á föstudegi til kl. 14 á mánudegi) kostar kr. 12.000. Vikuleiga (frá föstudegi til föstudags) kostar kr. 19.000. Aukanótt kostar kr. 3.000. Lyklaafhending er hjá Securitas, Tryggvabraut 10, Akureyri, sími 4606261. Lyklar eru afhentir allan sólarhringinn gegn framvísun leigusamnings frá Framsýn- stéttarfélagi.