Framsýn hefur ákveðið að standa fyrir trúnaðarmannanámskeiði fyrir trúnaðarmenn félagsins í október. Um er að ræða tveggja daga námskeið þar sem farið verður yfir þætti eins og sjálfstyrkingu, einelti á vinnustöðum og stjórnunarstíla. Virkilega áhugavert námsefni. Námskeiðið verður haldið á Hótel Norðurljósum á Raufarhöfn 20. og 21. október, það er fimmtudag og föstudag. Auk námskeiðsins verður farið í skoðunarferð um Raufarhöfn. Skráning á námskeiðið stendur yfir til 20. september á Skrirfstofu stéttarfélaganna.
Innan Framsýnar eru öflugir trúnaðarmenn. Hér er mynd sem tekin var á trúnaðarmannanámskeiði sem haldið var í Mývatnssveit. Framsýn heldur relgulega námskeið fyrir trúnaðarmenn enda afar mikilvægt að hafa öfluga trúnaðarmenn á vinnustöðum. Næsta námskeið verður á Raufarhöfn í október.