Á síðasta fundi Framsýnar fyrir helgina var samþykkt að álykta um öryggismál sjómanna. Ályktunin er svohljóðandi: „Að gefnu tilefni skorar Framsýn- stéttarfélag á stjórnvöld að tryggja að alltaf sé til staðar björgunarþyrla til að sinna útköllum á sjó og landi enda um sjálfsögð mannréttindi að ræða. Ekki þarf að fara mörgum orðum um mikilvægi þess að sjófarendur hafi á hverjum tíma aðgengi að björgunarþyrlu þegar slys eða veikindi ber að höndum. Þess vegna ber stjórnvöldum að ábyrgjast að björgunarþyrla sé ávallt í viðbragðsstöðu í útköllum. Annað er ólíðandi með öllu.“