Þing Nordiska Unionen sem fram fór á Selfossi í vikunni gekk vel og voru þingfulltrúar mjög ánægðir með þingið sjálft, umræðuna og kynningu sem þeir fengu á nokkrum vinnustöðum á og við Selfoss. Um var að ræða fyrirtæki í matvælaframleiðslu. Þingið sátu 55 fulltrúar frá stéttarfélögum frá öllum Norðurlöndunum innan matvælaframleiðslu. Í upphafi þingsins vottuðu þingfulltrúar fórnarlömbum voðaverksins á Úteyju samúð sína með einnar mínútu þögn. Meginþema þingsins var aukin samkeppni á vinnumarkaði sem leitt hefur til félagslegra undirboða og mikils óöryggis á vinnumarkaði. Þingið krafðist þess að staðið verði vörð um norræna velferðakerfið, sem væri hornsteinn að þeim góða árangri sem norræn samfélög hafa náð á síðustu áratugum. Hans-Olof Nilsson forseti Nordisk Unionen og Harald Wiedenhofer framkvæmdastjóri Evrópu samtaka launafólks í matvælaframleiðslu (EFFAT) ávörpuðu samkomuna og ræddu mikilvægi aukins samstarfs á sviði kjarasamninga á milli landa til að koma í veg fyrir félagsleg undirboð. Önnur mál fengu einnig góða umræður s.s. kjör og starfsumhverfi starfsfólks í matvælaframleiðslu á Norðurlöndunum. Starfsgreinasambandið átti þrjá fulltrúa á þinginu auk þess sem formaður Framsýnar, Aðalsteinn Á. Baldursson, var gestur á þinginu