Gengið hefur verið frá stofnanasamningi fyrir starfsmenn Framhaldsskólans á Húsavík sem eru félagsmenn í Framsýn og Starfsmannafélagi Húsavíkur. Stofnanasamningurinn byggir á kjarasamningi félaganna við ríkið og felur í sér nánari útfærslu á kjörum starfsmanna sem sinna umsjón húseigna skólans. Laufey Petrea Magnúsdóttir skólameistari FSH og Snæbjörn Sigurðarson skrifstofustjóri stéttarfélaganna skrifuðu undir samninginn í húsakynnum skólans, en samningaviðræður hafa staðið yfir frá því í vor.
Snæbjörn Sigurðarson skrifstofustjóri stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum og Laufey Petrea Magnúsdóttir skólameistari Framhaldsskólans á Húsavík voru ánægð með nýjan stofnanasamning.