Framsýn ræðir framtíð SGS

Sérstök nefnd sem skipuð var af stjórn og trúnaðarmannaráði Framsýnar kemur saman til fundar á morgun kl. 17:00 í fundarsal félagsins til að ræða framtíð Starfsgreinasambands Íslands en félagið er aðili að sambandinu. Eins og fram hefur komið hefur verið töluverð ólga innan sambandsins um tíma og nú velta menn fyrir sér framtíð sambandsins. Rétt er að taka fram að þeir stjórnar og trúnaðarráðsmenn Framsýnar sem ekki eru í nefndinni eru að sjálfsögðu velkomnir á fundinn á morgun. Reiknað er með að Framsýn komi síðan skoðunum sínum á framfæri við Starfsgreinasambandið fyrir 1. september n.k.

Deila á