Jarðboranir eru þessa dagana að bora tvær holur á Þeistareykjum. Hópur starfsmanna frá Jarðborunum kemur að verkinu sem áætlað er að ljúki í haust. Auk þess eru verktakar að vinna við vegaframkvæmdir frá Húsavík að Þeistareykjum. Í gær var trúnaðarmaður starfsmanna hjá Jarðborunum, Torfi Aðalsteinsson, að vinna fyrir sýna menn og fundaði með yfirmönnum Jarðborana í Kópavogi um kaup og kjör starfsmanna. Innan Framsýnar eru margir öflugir trúnaðarmenn og er Torfi einn af þeim.