Alls bárust 17 umsóknir um starf skrifstofu- og fjármálastjóra á skrifstofu stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum. Umsóknirnar koma víða að frá stöðum á Íslandi og reyndar frá Danmörku líka. Starfið felur í sér umsjón með bókhaldi, fjármálastjórn og almennri þjónustu við félagsmenn stéttarfélaganna sem telja um 2600 manns. Greinilegt er að mikill áhugi er fyrir starfinu en auk þeirra 17 sem skiluðu inn umsóknum var hópur fólks sem hafði samband og spurðist fyrir um starfið en taldi sig því miður ekki falla undir starfslýsinguna. Þriggja manna nefnd á vegum stéttarfélaganna hefur í dag farið yfir umsóknirnar og stefnir að því að klára málið eftir helgina. Að sögn nefndarmanna eru meðal umsækjenda margir mjög hæfir einstaklingar í starfið. Valið verður því erfitt.