Fagnar ummælum forsætisráðherra

Formaður Framsýnar, Aðalsteinn Á. Baldursson, fagnar yfirlýsingum forsætisráðherra í morgun um að ekki séu uppi  áform um að leggja á matarskatt á almenning. Hann segist hafa heimildir fyrir því að ríkistjórnin hafi haft það til skoðunar, en með þessum orðum forsætisráðherrans sé það slegið út af borðinu, sem betur fer. Þverpólitísk samstaða hafi verið um að stuðla ekki að hækkunum á matvælum með frekari álögum hins opinbera.  Aðalsteinn segir skattbyrði á launþega nú þegar vera fyrir ofan öll þolmörk. Ekki síst hjá barnmörgum fjölskyldum og tekjulágu fólki. Þess vegna verði það aldrei liðið að matvæli verði skattlögð meira en þegar er gert.

Deila á