Tekist á um störf í matvælaframleiðslu

Fjölmiðlar hafa töluvert fjallað um yfirlýsingar forseta ASÍ um að fólk sniðgangi lambakjöt. Formaður Framsýnar blandaði sér inn í umræðurnar og fordæmi ummælin þar sem þau gætu kostað uppsagnir hjá fólki í matvælaframleiðslu. Síminn á Skrifstofu stéttarfélaganna á Húsavík hefur ekki stoppað þar sem þakkað er fyrir ummælin um leið og menn hafa sett verulega út á yfirlýsingar forsetans og reyndar varaforsetans sem tjáði sig í þætti á Bylgjunni í vikunni um hækkanirnar.

 Til fróðleiks koma hér nokkrar upplýsingar úr Morgunblaðinu síðasta þriðjudag þar sem fjallað er um verðlagsbreytingar í % frá júní 2008 til júní 2009. Þar kemur fram að lambakjötið hafi hækkað um 8,7%  milli ára. Brauð hefur hækkað um 36%, nautakjöt um 23% fuglakjöt um 29%, fiskur um 35%, sykur um 74%, sælgæti um 31%, kaffi um 55% gosdrykkir um 39%, áfengi um 50%, tóbak um 54%, föt um 35%, húsaleiga um 25%, rafmagn og hiti um 49%, bílar um 32%.

Eins og sjá hefur lambakjötið ekki hækkað í sama hlutfalli og aðrir kostnaðarliðir heimilanna. Af hverju hafa forsvarsmenn ASÍ ekki gert athugsemdir við þessar hækkanir með sömu upphrópunum og varðandi lambakjötið?

Deila á