Óska starfið laust til umsóknar

Skrifstofa stéttarfélaganna á Húsavík leitar eftir skrifstofu- og fjármálastjóra til starfa. Starfið felur í sér umsjón með bókhaldi, fjármálastjórn og almennri þjónustu við félagsmenn stéttarfélaganna sem telja um 2600 manns. Tölvu- og tungumálakunnátta og lipurð í mannlegum samskiptum er æskileg. Starfsmaðurinn heyrir undir forstöðumann skrifstofunnar, Aðalstein Á. Baldursson, sem jafnframt veitir frekari upplýsingar um starfið í síma 8646604. Starfsemi stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum er ein sú öflugasta á landsvísu. Umsóknarfrestur um starfið er til 10. ágúst 2011 og skal umsóknum skilað á Skrifstofu stéttarfélaganna, Garðarsbraut 26, 640 Húsavík í lokuðu umslagi eða á netfangið kuti@framsyn.is.

Deila á