Formaður Framsýnar, Aðalsteinn Á. Baldursson, undrast yfirlýsingar Gylfa Arnbjörnssonar forseta ASÍ um að hvetja neytendur til að sniðganga Íslenskt lambakjöt og þar með innlenda vöru og íslensk vinnuafl. Aðalsteinn segir að fjöldi starfa sé í hættu í kjötvinnslu fari menn að tilmælum forsetans. Það sé mjög sérstakt að forsetinn skuli bregðast við með þessum hætti og hvetja til þess að fólk missi vinnuna, starfsfólk sem sé innan aðildarfélaga Alþýðusambandsins. Hann spyr hvort þetta sé atvinnustefna ASÍ í öllu atvinnuleysinu? Aðalsteinn segir að starfsfólk í afurðastöðvum hafi haft samband við hann um helgina til að lýsa yfir vanþóknun á ummælum forsetans. Það sé bullandi reiði meðal starfsmanna og reyndar forsvarsmanna afurðastöðvana líka.
Óánægja er meðal starfsfólks í kjötvinnslum með ummæli forseta ASÍ sem skorar á neytendur að hunsa lambakjöt. Starfsfólkið óttast að missa vinnuna.