Starfsmenn sveitarfélaga samþykktu kjarasamninginn

Atkvæðagreiðslu um nýgerðan kjarasamning Framsýnar og Samninganefndar íslenskra sveitarfélaga lauk í dag kl. 12:00. Um var að ræða póstatkvæðagreiðslu. Talin voru atkvæði sem borist höfðu og varð niðurstaðan þessi: Já sögðu 62 eða 87,3% Nei sögðu 9 eða 12,7% Auðir og ógildir voru 0 eða 0% Samtals tóku 71 þátt í atkvæðagreiðslunni, 263 voru á kjörskrá og varð þátttaka í atkvæðagreiðslunni því 27%. Samningurinn skoðast samþykktur.

Deila á