Fulltrúar Framsýnar og Fjallalambs á Kópaskeri gengu í gær frá vinnustaðasamningi sem varðar störf og kjör starfsmanna við kjötvinnslu hjá fyrirtækinu. Það voru þeir Aðalsteinn formaður Framsýnar og Björn Víkingur Björnsson framkvæmdastjóri Fjallalambs sem gengu frá samningnum.
Þeir sögðust báðir ánægðir með samninginn. Fulltrúar aðila munu svo funda aftur í haust vegna starfsmanna fyrirtækisins við sauðfjárslátrun en til stendur að gera viðbótarsamning við gildandi kjarasamning Samtaka atvinnulífsins og Framsýnar- stéttarfélags.Björn Víkingur og Aðalsteinn við samningaborðið í gær. Viðræðurnar gengu vel og enduðu með samningi.
Vinnustaðasamningurinn klár og handsalaður.