Formaður Framsýnar, Aðalsteinn Árni, heimsótti Fosshótel Laugar í dag. Þar var allt á fullu og voru starfsmenn ánægðir með sumarið, þrátt fyrir að sólin hafi ekki látið sjá sig mikið hafa ferðamenn ekki látið sig vanta í gistingu. Reiknað er með að um 2300 gestir komi til með að gista á hótelinu í sumar sé miðað við bókanir sem liggja fyrir. Þegar Aðalsteinn var á ferðinni í dag voru starfsmennirnir í gestamóttökunni að taka á móti fullum rútum af fólki og starfsfólkið í eldhúsinu og borðsalnum voru að útbúa glæsilegan kvöldverð fyrir gesti kvöldsins. Hér má sjá nokkrar myndir sem teknar voru í dag af glaðlegum starfsmönnum við störf.
Sorin M. Lazar hótelstjóri og Dagný Hulda voru að taka á móti fullum rútum af gestum í dag.
Íris Baldvinsdóttir sem stjórnar eldhúsinu er úr Skagafirði og kann að elda frábæran mat. Ilmurinn úr eldhúsinu í dag var einstaklega góður.
Rakel Ösp Aðalsteinsdóttir er hörkudugleg en hún starfar í eldhúsinu á hótelinu með Írisi.
Landssliðið: Ugla Stefanía, Patrik, Ástrós, Steingerður og Laufey voru við störf í borðsalnum í dag. Þau voru ánægð með lífið og sögðu enga ástæðu til að kvarta.