Stjórn og trúnaðarmannaráð Framsýnar kom saman til fundar í gær sem jafnframt er samninganefnd félagsins. Meðal þess sem tekið var fyrir á fundinum voru atvinnumál, kjaramál, kjör trúnaðarmanns hjá Jarðborunum og staða Starfsgreinasambands Íslands. Eining urðu umræður um starfsmannamál á skrifstofu félagsins, þing Starfsgreinasambands Íslands og Alþýðusambands Norðurlands sem haldin verða í haust og verkefni sem formaður félagins hefur verð beðinn um að taka þátt í vegum Norrænu verkalýðshreyfingarinnar. Fundur vegna verkefnisins hefur verið boðaður í Kaupmannahöfn í ágúst.