Kynningarfundur um kjarasamning í gær

Í gær fór fram kynningarfundur um kjarasamning Framsýnar og Samninganefndar íslenskra sveitarfélaga. Ekki var annað að heyra en að starfsmenn væru nokkuð ánægðir með niðurstöðuna. Atkvæðagreiðsla stendur nú yfir um samninginn.

Um næstu helgi kemur svo í ljóst hvort samningurinn verður samþykktur eða ekki. Annar kynningarfundur verður svo á morgun á Þórshöfn. Sá fundur hefst kl. 16:00 og verður í  Íþróttamiðstöðinni.

Atkvæðagreiðsla um kjarasamning Framsýnar og Samninganefndar íslenskra sveitarfélaga stendur nú yfir. Menn notuðu tækifærið eftir fundinn í gær og greiddu atkvæði um samninginn.

Deila á