Það er frábært verður á Húsavík í dag og allir því í sólskinsskapi. Nokkrir unglingar úr Vinnuskólanum voru að fegra bæinn í morgun og voru meðfylgjandi myndir teknar við það tækifæri. Húsvíkingar vonast eftir góðu veðri næstu vikurnar en mikil hátíð Sail Húsavík hefst um næstu helgi og síðan taka Mærudagar við sem eru ómissandi þáttur í bæjarlífinu á Húsavík á hverju ári. Þeir eru haldnir helgina fyrir Verslunarmannahelgina.