Á miðvikudaginn voru fulltrúar Verkalýðsfélags Þórshafnar með fræðslu fyrir vinnuskólabörn í Langanesbyggð. Farið var yfir tilgang og markmið stéttarfélaga og helstu atriði kjarasamninga er varða þá sem eru að taka sín fyrstu skref á vinnumarkaði. Kynningin tókst vel og er orðin árviss í starfsemi VÞ. Þess má geta að Framsýn fær sömuleiðis góða gesti í heimsókn eftir helgina, en þá koma börn úr Vinnuskólanum á Húsavík í heimsókn til að kynna sér starfsemina.