Næsta fimmtudag verður fundur hjá Ríkissáttasemjara í kjaradeilu Framsýnar og Bændasamtaka Íslands vegna landbúnaðarverkamanna. Þar sem samningar náðust ekki milli aðila ákvað Samninganefnd Framsýnar að vísa málinu til sáttameðferðar hjá Ríkissáttasemjara. Þrátt fyrir að deilan sé ekki leist samþykktu Bændasamtökin að hækka laun starfsmanna sem falla undir kjarasamninginn um kr. 12.000,- frá og með 1. júní 2011. Bundnar eru vonir við að samningaviðræður klárist á næstu vikum.