Viðræður við sveitarfélögin halda áfram

Framsýn hefur undanfarið átt í viðræðum við Samninganefnd sambands íslenskra sveitarfélaga um gerð kjarasamnings fyrir félagsmenn er starfa hjá sveitarfélögum í Þingeyjarsýslum og á Hvammi, heimili aldraðra. Samningsaðilar funduðu í gær og hafa ákveðið að halda viðræðum áfram á föstudaginn undir stjórn Ríkissáttasemjara. Aðalsteinn formaður Framsýnar sagðist vonaðist til að geta skrifað undir nýjan kjarasamning á föstudaginn.   Það væri þó óljóst á þessari stundu hvort það tækist.

Deila á