Fulltrúar Framsýnar funduðu í gær með forsvarsmönnum Landssambands smábátaeigenda um kjarasamning um ákvæðisvinnu við línu og net. Því miður tókust samningar ekki eins og menn höfðu reiknað með. Nú eru hins vegar allar líkur á því að skrifað verði undir kjarasamninginn á föstudaginn en hann er nú í yfirlestri hjá samningamönnum.