Starfsmenn Landsvirkjunar samþykktu kjarasamning

Félagsmenn Framsýnar sem starfa hjá Landsvirkjun (Kröflu-Laxárvirkjun) samþykktu kjarasamning SGS/Framsýnar og fyrirtækisins í póstatkvæðagreiðslu. Talning fór fram í dag. Sama á við um aðra þá starfsmenn Landsvirkjunar sem eru félagsmenn innan aðildarfélaga Starfsgreinasambands Íslands.

 Á kjörskrá voru 30 manns

Kosningarþátttaka var 57% eða 17 manns

Já sögðu 17 eða 100%

Enginn sagði nei, og engum auðum eða ógildum seðlum var skilað inn.

Deila á