Niðurstaða liggur fyrir úr póstatkvæðagreiðslu um kjarasamning fjármálaráðherra f.h. ríkisjóðs og Starfsgreinasambands Íslands fh. aðildarfélaga s.s. Framsýnar. Kjarasamningurinn var samþykktur með miklum meirihluta atkvæða. Samningurinn nær meðal annars til starfamanna á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga.
Niðurstöður atkvæðagreiðslunnar eru eftirfarandi:
Á kjörskrá innan Starfsgreinasambandsins voru: 1.492
Atkvæði greiddu 494 eða 33,2%
Já sögðu: 458 manns eða 92,8%
Nei sögðu: 35 manns eða 7,1%
Auðir og ógildir: 3 seðlar eða 0,1%