Ríkisstarfsmenn innan Framsýnar samþykkja kjarasamning

Niðurstaða liggur fyrir úr póstatkvæðagreiðslu um kjarasamning fjármálaráðherra f.h. ríkisjóðs og Starfsgreinasambands Íslands fh. aðildarfélaga s.s. Framsýnar. Kjarasamningurinn var samþykktur með miklum meirihluta atkvæða. Samningurinn nær meðal annars til starfamanna á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga.

 Niðurstöður atkvæðagreiðslunnar eru eftirfarandi:

 Á kjörskrá innan Starfsgreinasambandsins voru: 1.492

Atkvæði greiddu 494 eða 33,2%

 Já sögðu: 458 manns eða 92,8%

Nei sögðu: 35 manns eða 7,1%

Auðir og ógildir: 3 seðlar eða 0,1%

Deila á