Framsýn stéttarfélag hefur gert heiðursmanna samkomulag við Bændasamtök Íslands um að mánaðarlaun landbúnaðarverkamanna hækki um kr. 12.000 frá 1. júní 2011. Það er þrátt fyrir að ekki sé búið að ganga frá kjarasamningi milli aðila. Vonast er til að samningsaðilar gangi frá kjarasamningi á næstu vikum. Þar sem töluvert er um að verkamenn séu ráðnir til starfa yfir sumartímann var sterkur vilji til þess hjá báðum samningsaðilum að ganga frá þessari hækkun sem kemur starfsmönnum til góða þrátt fyrir að ekki sé búið að ganga frá endanlegum kjarasamningi fyrir þeirra störf.
Launaflokkur 10 (landbúnaðarverkamenn)
Byrjunarlaun Eftir 1 ár Eftir 3 ár Eftir 5 ár Eftir 7 ár
184.711 186.500 188.316 190.159 192.030