Viðræður í allan dag við sveitarfélögin

Samninganefnd Framsýnar hefur verið á fundi í dag með Samninganefnd sambands íslenskra sveitarfélaga. Viðræðurnar í dag gengu nokkuð vel og verður þeim haldið áfram á fimmtudaginn en dagurinn á morgun verður notaður í frekari undirbúningsvinnu þar sem skoða þarf tilboð Launanefndarinnar sem fulltrúar Framsýnar fengu í hendur í dag. Ríkissáttasemjari hefur boðað fulltrúa deilenda í hús kl. 10:30 á fimmudaginn.

Deila á