Húsvíkingar og gestir athugið!
Jónsvika
Vinnuvika listamanna í Kaldbak, Húsavík, dagana 20. – 25. júní 2011.
Sýning á afrakstri vinnuvikunnar og tónleikar laugardaginn 25. júní frá 15.00 og fram eftir kvöldi. Allir hjartanlega velkomnir og er aðgangur ókeypis!
Framkvæmdafélag listamanna – FRAFL undirbýr nú vinnuviku 8 ungra ogupprennandi listamanna. Verkefnið er unnið í samstarfi við Úti á Túni –menningarhús á Húsavík, Grálist – samsýningarhópi ungra myndlistarmanna á Akureyri, Kaldbakskot – Cottages Guesthouses og Norðurþing. Ýmsir aðriraðilar koma að verkefninu og má þar helst nefna Norðursigling – NorthSailing Húsavík, Fosshótel Húsavík, Hveravellir, Þekkingarnet Þingeyinga og Silungseldið í Haukamýri.
Vinnuvikan mun fara fram í Kaldbak á Húsavík, yfir Jónsmessuna dagana 20.– 25. Júní 2011.
Hver morgun mun hefjast á stuttri kynningu/ fyrirlestri/ æfingum semverður ákveðið veganesti inn í daginn. Til að mynda stendur til að fáheimamenn til að miðla reynslu sinni og lífstíl til hópsins, fara í vettvangsheimsóknir í trésmíðaverkstæði, stálsmíðaverkstæði, fiskverkun og fá aðra skemmtilega karaktera og áhugaverða kandídata til að róta upp íhugum hópsins og þannig veita öllum hópnum nýja sýn og framlag tillistsköpunar.
Vinnuvikan endar á laugardeginum 25. júní með sýningu af afrakstrivikunnar. Sýningin mun opna í Kaldbak á laugardeginum kl. 15.00 og standa fram að kvöldmat. Eftir kvöldmat, eða kl. 21.00 mun tónleikadagskrá taka við.
Þeir myndlistarmenn sem taka þátt mynda breiðan og áhugaverðan hóp.Þannig mun vera blanda af listamönnum úr ólíkum áttum, með ólíka reynslu, er notast við mismunandi vinnuaðferðir og miðla og hafa ólíka aðkomu aðsköpun sinni. Listamennirnir munu vinna óhindrað saman að verki eða verkum yfir vinnuvikuna og nota umhverfið og stemninguna sem innblástur.
Þeir listamenn sem taka þátt eru: Guðmundur Einar, Lily Erla Adamsdóttir, María Dalberg, Steinunn Harðardóttir, Sunneva Ása Weisshappel, Una Björk Sigurðsdóttir, Trausti Dagsson og Þorvaldur Jónsson.