Framsýn hefur samið við Augað í Kringlunni, sem er ein af virtari gleraugnabúðum landsins, um góð afsláttarkjör fyrir félagsmenn, það er 15%. Félagsmenn sem vilja nýta sér kjörin eru beðnir um að setja sig í samband við Skrifstofu stéttarfélaganna. Þar fá þeir staðfestingu á því að þeir séu félagsmenn sem þeir framvísa svo þegar þeir kaupa gleraugun.Til viðbótar eiga svo félagsmenn rétt á gleraugnastyrk frá Framsýn.