Það gengur mikið á í samningaviðræðum um þessar mundir eins og fylgjast má með hér á heimasíðunni. Í dag funduðu fulltrúar Framsýnar ásamt Samninganefnd SGS með fulltrúum Landssambands smábátaeigenda um kaup og kjör starfsmanna við ákvæðisvinnu við línu og net. Fundurinn fór fram í Reykjavík. Viðræður gengu vel og ákveðið var að koma saman aftur til fundar í næstu viku. Tíminn milli funda verður notaður til að skoða nokkur mál er tengjast gerð kjarasamningsins. Formaður Framsýnar hefur tekið þátt í viðræðunum og sagðist vonast til að samningurinn kláraðist fyrir næstu mánaðamót. Þá á Framsýn einnig í viðræðum við smábátaeigendur á Húsavík um gerð kjarasamnings fyrir sjómenn á smábátum. Slíkur kjarasamningur er ekki til á Íslandi í dag.