Fundur hefur verið boðaður í kjaradeilu Framsýnar og Samninganefndar sambands íslenskra sveitarfélaga vegna starfsmanna sveitarfélaga í Þingeyjarsýslum næstkomandi þriðjudag. Fundurinn verður hjá Ríkissáttasemjara á hefst um morguninn. Aðalsteinn formaður Framsýnar telur fundinn vera mjög mikilvægan. Takist ekki að semja hljóti menn að skoða hvort ekki sé ástæða til að boða til verkfallsaðgerða. Fundað verði með fulltrúum sveitarfélaga á svæðinu á mánudaginn auk þess sem félagið hafi boðað til fundar með félagsmönnum sem starfa hjá sveitarfélögum á mánudagskvöldið, það er kl. 18:00. Þar verði næstu skerf ákveðin, því sé mikilvægt að starfsmenn sveitarfélaga og Hvamms, heimili aldraðra fjölmenni á fundinn.