Félagar í STH samþykktu kjarasamninginn

Niðurstöður úr atkvæðagreiðslu um kjarasamning félagsmanna Samflotsins  við sveitarfélögin (SNS) liggja nú fyrir en Starfsmannafélag Húsavíkur er aðili að samningnum.

 Á kjörskrá voru 3233 og 763 kusu

 Já sögðu 763 eða 86%

 Nei sögðu 84 eða 11,62

 Auðir seðlar 13 eða 1,8%

Þannig að samningurinn er því samþykktur með afgerandi niðurstöðu af hálfu þessara 12 félaga sem í Samflotinu eru.

 Formenn félaganna eru nú saman komnir í Reykjavík til þess að undirrita formlega samningana við ríkið og sveitarfélögin.

 

Deila á