Atvinnuleysisbætur og aðrar bætur almannatrygginga hækka

Í nýafstöðnum kjarasamningum lagði verkalýðshreyfingin ríka áherslu á að lífeyrisþegum og atvinnuleitendum yrðu tryggðar sambærilegar kjarabætur og launafólki og gaf ríkisstjórnin út yfirlýsingu þess efnis í tengslum við kjarasamningana.

Velferðarráðherra kynnti í gær þær hækkanir á bótum almanna- og atvinnuleysistrygginga sem gerðar hafa verið í kjölfar þessa.

Í nýafstöðnum kjarasamningum ASÍ og SA lagði Alþýðusambandið ríka áherslu á að lífeyrisþegum og atvinnuleitendum yrðu tryggðar sambærilegar kjarabætur og launafólki og gaf ríkisstjórnin út yfirlýsingu þess efnis í tengslum við kjarasamningana. Velferðarráðherra kynnti í gær þær hækkanir á bótum almanna- og atvinnuleysistrygginga sem gerðar hafa verið í kjölfar þessa. Helstu breytingar eru eftirfarandi og taka þær gildi frá 1. júní síðastliðnum :

Almannatryggingar

· Bætur almannatrygginga hækka um 8,1% og fá lífeyrisþegar með óskertar bætur 12.000 króna hækkun sem er sambærilegt og taxtahækkanir kjarasamninga.

· Lágmarksframfærslutrygging hækkar um 12.000 krónur og verður 196.140 fyrir einstakling sem býr einn og 196.030 fyrir hjón og sambúðarfólk.

· Þann 15. júní n.k. fá þeir sem hafa fengið greiddan lífeyrir á tímabilinu frá 1. mars til 31. maí50.000 króna eingreiðslu. Þeir sem eiga rétt á fullum lífeyrir fá óskerta eingreiðslu án tillits til lækkunar vegna annarra tekna.

· Orlofsuppbót ársins 2011 verður 28,3% af tekjutryggingu og heimilisuppbót í stað 20% sem svarar til 10.000 króna álags á fulla orlofsuppbót líkt og samið var um í kjarasamningum.

· Desemberuppbót ársins 2011 verður 42% af tekjutryggingu og heimilisuppbót í stað 30% sem varar til 15.000 króna álags á fulla desemberuppbót líkt og samið var um í kjarasamningum.

· Uppbót vegna reksturs bifreiðar hækkar um 8,1% og verður 11.705 krónur á mánuði. Sú breyting verður jafnframt gerð frá 1. júní að ekki verður tekið tillit til uppbótar vegna reksturs bifreiðar við útreikning lágmarksframfærslutryggingar.

Atvinnuleysistryggingar

· Grunnatvinnuleysisbætur hækka um 12.000 krónur til samræmis við taxtahækkanir kjarasamninga og verða 161.523 krónur á mánuði.

· Þann 10. júní n.k. fá atvinnuleitendur sem eru að fullu tryggðir innan atvinnuleysistryggingakerfisins og hafa staðfest atvinnuleit á tímabilinu frá 20. febrúar til 19. maí sl. 50.000 króna eingreiðslu.

· Atvinnuleitendur fá desemberuppbót sem er 30% af grunnatvinnuleysisbótum en að auki verður greitt 15.000 króna álag á desemberuppbótina líkt og samið var um í kjarasamningum. Desemberuppbót ársins 2011 til atvinnuleitenda verður þá samtals 63.457 krónur.

Annað

· Greiðslur til foreldra langveikra og alvarlegra fatlaðra barna hækka um 8,1%.

Fæðingarstyrkur til foreldra og ættleiðingarstyrkir hækka um 8,1%.

Deila á