Samningaviðræður ganga hægt

Fulltrúar Framsýnar funduðu með Landssambandi smábátaeigenda á mánudaginn vegna kjarasamnings félagsins og sambandsins um ákvæðisvinnu við línu og net. Fulltrúar Starfsgreinasambandsins tóku einnig þátt í fundinum en fulltrúar þeirra munu vinna mjög náið með fulltrúum Framsýnar enda um sameiginlegt hagsmunamál að ræða. Samningsaðilar samþykktu að funda næst þann 16. júní.

Fulltrúar Framsýnar hafa einnig síðustu daga aðstoðað starfsmenn Jarðborana varðandi vinnustaðasamning auk þess félagið hefur fundað með Launanefnd sveitarfélaga varðandi kjör starfsmanna sveitarfélaga á félagssvæði Framsýnar og Hvamms, heimilis aldraðra. Launanefndin bauð Framsýn sömu launatöflu og Samfloti bæjarstarfsmannafélaga sem gengið var frá um daginn. Fulltrúar Framsýnar telja sig ekki geta gengið að töflunni þar sem hún kemur illa við eldri starfsmenn og höfnuðu því launatöflunni. Kjaraviðræðurnar eru því í hnút. Deilan er hjá Ríkissáttasemjara og hann mun ákveða hvenær boðað verður til næsta fundar.

Deila á