Jóhanna ráðin í sumarafleysingar

Jóhanna Björnsdóttir hefur verið ráðin í sumarafleysingar á Skrifstofu stéttarfélaganna. Jóhanna hóf störf síðasta föstudag. Hún starfaði áður hjá Heilbrigðisstofnun Þingeyinga sem launafulltrúi og þar áður sem skólaritari Framhaldsskólans á Húsavík. Jóhanna hefur því víðtæka reynslu af skrifstofustörfum. Stéttarfélögin bjóða hana velkomna til starfa.

Deila á