Framsýn stóð fyrir sumarkaffi á Raufarhöfn í gær á Kaffi Ljósfangi. Um 130 gestir komu og þáðu veitingar auk þess að spjalla við formann félagsins, Aðalsteinn Á. Baldursson, sem var á staðnum. Nokkrar félagskonur og vinkonur á Raufarhöfn sáu um kaffið og Heimabakarí á Húsavík lagði til tertuna. Fram kom hjá gestunum í gær að þeir væru mjög ánægðir með þetta framtak Framsýnar. Ástæða er til að þakka gestunum fyrir komuna og öllum þeim sem komu að kaffinu í gær fyrir þeirra hlut.
Þær sáu um kaffið í gær, Aga, Þóra og Karen.
Það var allt fullt í gær enda komu flestir bæjarbúar á Raufarhöfn í kaffi á vegum Framsýnar.
Gestirnir sem komu í Kaffi og Svala voru ekki allir gamlir. Hér eru félagarnir, Hákon, Friðrik og Birgir. Þeir voru ánægðir með tertuna.
Allt var fullt svo sumir urðu að borða standandi.