Skoða álverið í dag

Um tuttugu félagsmenn Þingiðnar fóru í morgun frá Húsavík til Reyðarfjarðar til að skoða álver Alcoa á Reyðarfirði í góðu veðri. Ljóst er að félagsmenn Þingiðnar binda miklar vonir við að Alcoa reisi svipað álver á Húsavík á næstu árum. Þess vegna var ákveðið að standa fyrir kynnisferð í dag austur á firði til að skoða álverið. Þá má geta þess að félagið Þingiðn varð nýlega 10 ára gamalt en félagið var sameinað úr tveimur félögum á sínum tíma, Bmf. Árvakri og Sveinafélagi Járniðnarmanna.

Deila á